Ármann Jakobsson

Ármann Jakobsson

Ármann Jakobsson er fæddur 18. júlí 1970. Hann lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2003 og er nú kennari þar í íslenskum bókmenntum fyrri alda.

Hann hefur nýlega gefið út konungasagnaritið Morkinskinnu í tveimur bindum en hafði áður sett saman fimm fræðirit (Í leit að konungi 1997, Staður í nýjum heimi 2002, Tolkien og hringurinn 2003, Bókmenntir í nýju landi 2009, Illa fenginn mjöður 2009), eina ljóðabók (Fréttir frá mínu landi, 2008) og skáldsögurnar Vonarstræti (2008) og Glæsi (2011).

Enn fremur hefur hann ritstýrt fjórum greinasöfnum, þar á meðal bókinni Kona með spegil (2005), safni greina um og eftir Svövu Jakobsdóttur.