Ung blaðakona í Reykjavík fær það verkefni að skrásetja lífshlaup Herdísar Pálsdóttur læknis, alþingismanns og athafnakonu að henni látinni og finna út hvers vegna hún ánafnaði óskyldum útlendingi húsið sitt og stóran hlut í stöndugu fjölskyldufyrirtæki.

Sannleikurinn um Herdísi reynist ekki auðfundinn en leitin kveikir hugsanir um aðstæðurnar sem hver manneskja fæðist inn í og möguleika hennar til að móta eigið líf. Um leið verða tengslin milli rannsakanda og viðfangsefnis æ flóknari og spurningin er ekki lengur aðeins hver Herdís var heldur einnig hvernig ævisagnaritarinn getur rækt skyldur sínar við hana.