Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Brotamynd
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 286 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 286 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Ung blaðakona í Reykjavík fær það verkefni að skrásetja lífshlaup Herdísar Pálsdóttur læknis, alþingismanns og athafnakonu að henni látinni og finna út hvers vegna hún ánafnaði óskyldum útlendingi húsið sitt og stóran hlut í stöndugu fjölskyldufyrirtæki.
Sannleikurinn um Herdísi reynist ekki auðfundinn en leitin kveikir hugsanir um aðstæðurnar sem hver manneskja fæðist inn í og möguleika hennar til að móta eigið líf. Um leið verða tengslin milli rannsakanda og viðfangsefnis æ flóknari og spurningin er ekki lengur aðeins hver Herdís var heldur einnig hvernig ævisagnaritarinn getur rækt skyldur sínar við hana.
5 umsagnir um Brotamynd
Árni Þór –
„Persónusköpunin er mjög góð … skemmtileg aflestrar og mjög vel skrifuð.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Fyrir tilviljun las ég kafla úr henni upphátt og ég fann hvað hún er vel skrifuð og margar frábærar athuganir í henni. Og ég verð líka að taka ofan af fyrir karlhöfundi á miðjum aldri að taka þennan efnivið.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Árni Þór –
„Ármann er hér á nýjum slóðum … fyndin á köflum … það er hressandi að fá skáldsögu eftir karlmann með konu í aðalhlutverki … áhugaverð og spennandi viðfangsefni …“
Guðrún Baldvinsdóttir / Víðsjá
Árni Þór –
„Bók sem stækkar heiminn … trúverðugur skáldsöguheimur beint úr samtímanum. Brotamynd er lýðræðislegasta skáldsaga sem sést hefur lengi.“
Hermann Stefánsson, rithöfundur
Árni Þór –
„Mögnuð úttekt á einhverju margbrotnasta fyrirbæri hversdagslífsins, fjölskyldum.“
Jón Karl Helgason / FB