Heimili höfundanna

Kristín Marja Baldursdóttir
Kristín Marja Baldursdóttir
Kristín Marja Baldursdóttir er fædd í Hafnarfirði 1949. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og síðar BA-prófi í þýsku og íslensku frá Háskóla Íslands. Kristín starfaði bæði sem kennari og blaðamaður í Reykjavík og bjó auk þess erlendis um skeið áður en hún sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu. Frumraunin Mávahlátur kom út árið 1995 og vakti geysimikla athygli, meðal annars fyrir frásagnargleði og beittan húmor sem einkennir sömuleiðis þau verk Kristínar sem á eftir komu. Leikgerð sögunnar var nokkru síðar sett upp á stóra sviði Borgarleikhússins og enn síðar var gerð eftir henni samnefnd kvikmynd sem naut mikilla vinsæda og hlaut fjölda Edduverðlauna. Síðari skáldsögur Kristínar Marju hafa einnig notið mikillar hylli og þykja gjarnan gera sögu og aðstæðum kvenna fyrr og síðar góð og eftirminnileg skil, ekki síst tveggja bóka stórvirki hennar um listakonuna Karitas; Karitas án titils og Óreiða á striga – einhverjar vinsælustu íslensku skáldsögur síðari ára, en upp úr þeim var einnig unnið leikhúsverk. Kristín Marja hefur jafnframt skrifað smásögur og greinar, sem og fleiri leikrit, og hún var útnefnd leikskáld Borgarleikhússins 2012–2013. Kristín Marja hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir skrif sín, meðal annars Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og Fjöruverðlaunin. Þá var skáldsagan Karitas án titils (útg. 2004) tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bækur Kristínar hafa verið þýddar og gefnar út á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Frakklandi og víðar við miklar vinsældir.

Bækur eftir höfund

Karitas
Karitas án titils
990 kr.3.490 kr.
Gata mæðranna
Gata mæðranna
1.490 kr.3.990 kr.
Frelsun heimsins: greinar
Frelsun heimsins: greinar
990 kr.2.990 kr.
Kvöldljósin eru kveikt eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Kvöldljósin eru kveikt
990 kr.
Hús úr húsi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Hús úr húsi
990 kr.
mavahlatur_net
Mávahlátur
990 kr.
Svartalogn
Svartalogn
890 kr.5.990 kr.
Kantata
Kantata
990 kr.2.685 kr.
attachment-19293
Karlsvagninn
990 kr.3.190 kr.
attachment-10557
Óreiða á striga
990 kr.2.390 kr.
attachment-106502
Kular af degi
990 kr.2.685 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning