Þetta er saga um pilt og stúlku samtímans, ást þeirra, leiki og hvunndagshamingju í sólríku evrópsku þorpi. En skammt undan lúrir skugginn, kannski í leynum hugans eða djúpi draumsins  og kannski á hann aðrar ættir.

Sumir munu kalla þetta ástarsögu, aðrir draugasögu, enn aðrir kenna hana við agaðan súrrealisma. Þetta er ljúf bók, fyndin og furðuleg, ærslafull og sorgleg.