Heimili höfundanna

Hannes Pétursson
Hannes Pétursson
Hannes Pétursson er fæddur á Sauðárkróki árið 1931 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR 1952 og lauk kandítatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1959. Einnig las hann germönsk fræði við háskólana í Köln og Heidelberg í Þýskalandi á árunum 1952–1954. Hann starfaði um árabil hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og var þar útgáfustjóri merkra bókaflokka, en lengst af hefur hann einkum fengist við skáldskap og önnur ritstörf. Fyrsta bók Hannesar kom út árið 1955. Það var Kvæðabók sem vakti verulega athygli og alla tíð síðan hefur Hannes verið í hópi fremstu skálda þjóðarinnar. Yrkisefni hans eru gjarnan sótt í náttúru landsins og sögu en um leið tengir hann saman arf og nútíma. Ljóðabækur hans eru á annan tug talsins en hann hefur einnig sent frá sér annars konar verk; þekktir eru sagnaþættir hans og bækur um sagnfræðileg efni, eins hefur hann gefið út smásagnasafn, ævisögu, eigin endurminningar og greinar. Þá hefur hann fengist við þýðingar, bæði á ljóðum og lausu máli, og skrifað greinar í bækur og blöð. – Ljóðasafn Hannesar kom út árið 1998 og geymir öll ljóð hans sem þá höfðu birst. Hannes hefur á löngum ferli hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Má þar nefna Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, Henrik Steffens-verðlaunin þýsku, Silfurhestinn og verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Árið 1993 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Eldhyl og var tilnefndur til sömu verðlauna 2006 og 2018 fyrir næstu tvær ljóðabækur, Fyrir kvölddyrum og Haustaugu. Þá var hann tilnefndur til Bókmenntaveðlauna Norðurlandaráðs fyrir fjórar af bókum sínum; Stund og staði, Innlönd, Heimkynni við sjó og 36 ljóð. Hannes var kjörinn heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands árið 1991. Frá árinu 1983 nýtur hann heiðurslauna listamanna frá Alþingi. Ljóðabækur Hannesar og stök ljóð hafa verið þýdd og gefin út á mörgum tungumálum.

Bækur eftir höfund

Byggdmininodrinu_72pt
Byggð mín í norðrinu
6.990 kr.
Raudamyrkur-e.-H.Pét.
Rauðamyrkur-kilja
790 kr.
Haustaugu - Hannes Pétursson
Haustaugu
5.690 kr.
Norðlingabók I og II
Norðlingabók I og II
8.490 kr.
attachment-589144
Jarðlag í tímanum
1.895 kr.2.635 kr.
attachment-16419
Fyrir kvölddyrum
2.635 kr.
attachment-12013
Ljóðasafn Hannesar Péturssonar
3.415 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning