Heimili höfundanna

hanna_oladottir vefur
Hanna Óladóttir
Hanna Óladóttir er fædd í Reykjavík 1968. Hún er doktor í íslenskri málfræði og starfar sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar tungumálið og reynir að vekja áhuga kennaranema á undrum þess. Kona fer í gönguferð (2021) er önnur ljóðabók hennar; sú fyrsta var Stökkbrigði sem kom út hjá Máli og menningu 2019. Báðar hafa bækurnar vakið athygli. Einnig hafa birst eftir hana ljóð í bókinni Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný (Veröld 2019), í Tímariti Máls og menningar (2019) og tímaritinu Són (2020). Kona fer í gönguferð segir frá ljóðmælanda á göngu eftir hinum heilaga Jakobsvegi á Norður-Spáni, leiðina hafa margir pílagrímar fetað gegnum aldirnar í leit að innri ró og svörum við knýjandi spurningum. Gangan verður ljóðmælanda lærdómsrík og beinir huganum á óvæntar brautir. Bókin Stökkbrigði skiptist í tvo ólíka en þó samtengda hluta. Fyrri hlutinn tekur á þeirri sáru reynslu að missa barn en er líka um gleðina við að eignast börn. Síðari hluti bókarinnar er um uppgjöf og leitina að sátt.

Bækur eftir höfund

Bakland_72pt
Bakland
2.990 kr.
Konaferigonguferd_72pt
Kona fer í gönguferð
1.490 kr.
Stökkbrigði
Stökkbrigði
990 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning