Heimili höfundanna

hanna_oladottir vefur
Hanna Óladóttir

Hanna Óladóttir er fædd í Reykjavík 1968. Hún er doktor í íslenskri málfræði og starfar sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Hanna hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur sem allar hafi vakið mikla athygli. Sú fyrsta, Stökkbrigði, kom út árið 2019. Bókin skiptist í tvo ólíka en þó samtengda hluta. Fyrri hlutinn tekur á þeirri sáru reynslu að missa barn en er líka um gleðina við að eignast börn. Síðari hluti bókarinnar er um uppgjöf og leitina að sátt. Önnur ljóðabók Hönnu, Kona fer í gönguferð, kom út tveimur árum síðar og segir frá ljóðmælanda á göngu eftir hinum heilaga Jakobsvegi á Norður-Spáni. Árið 2023 sendi Hanna frá sér bókina Bakland, ljóðsögu um þrjár afar ólíkar konur sem eiga það eitt sameiginlegt að unglingsdætur þeirra hafa leiðst út í neyslu fíkniefna.

Einnig hafa ljóð eftir Hönnu birst í bókinni Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný, í Tímariti Máls og menningar og tímaritinu Són.

Bækur eftir höfund

Bakland_72pt
Bakland
4.590 kr.
Konaferigonguferd_72pt
Kona fer í gönguferð
3.890 kr.
Stökkbrigði
Stökkbrigði
3.390 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning