Lögmál náttúrunnar

Ég sit og hlusta á útskýringar læknisins
Hann talar um hvatbera, efnaskipti
stökkbreytingar og líkur
Allt í einu er ég orðin að prósentutölu
skýringardæmi í kennslubók
um lögmál Darwins
Ég sit sem lömuð á meðan hver fruma
hver taug innra með mér hrópar
Foreldrar eiga ekki að lifa börnin sín!

Þetta er fyrsta ljóðabók Hönnu Óladóttur en áður hafa birst ljóð eftir hana í bókinni Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný.