Furðufjall: Nornaseiður
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2021 | 172 | 4.490 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2021 | 172 | 4.490 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 1.990 kr. |
Um bókina
Nornaseiður er fyrsta bókin í splunkunýrri og spennandi ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Sagan er ríkulega myndskreytt.
Íma er ósátt við lífið. Öll leiðinlegustu skyldustörfin á eyjunni lenda á henni á meðan systir hennar fær að nema galdur hjá nornunum! Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum á meginlandinu en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En örlögin hafa ætlað þeim báðum annað og brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra gjörsamlega í uppnám.
Gunnar Theodór Eggertsson hefur fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir barna- og unglingabækur sínar Steindýrin og Drauga-Dísu.
Fífa Finnsdóttir myndskreytir býr í Berlín þar sem hún vinnur við tölvuleikjagerð.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 21 mínútur að lengd. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Guðmundur Felixson lesa.
Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:
3 umsagnir um Furðufjall: Nornaseiður
embla –
„Nornaseiður er stutt bók sem vekur forvitni um framhaldið. Sagnaheimur Gunnars Theodórs er stór og nokkuð heilsteyptur og lesendur munu geta tínt sér í honum. Leyndardómar eiga án efa eftir að afhjúpast.“
Katrín Lilja / Lestrarklefinn
embla –
„Heilt yfir er hér um að ræða stórskemmtilegt og spennandi stykki og munu lesendur bókarinnar eflaust bíða í ofvæni eftir næstu bók seríunnar. Þess er óskandi að hún komi út sem allra fyrst.“
Ragnhildur Þrastardóttir / Morgunblaðið
embla –
„Furðufjall: Nornaseiður er vel uppbyggð og skemmtileg bók, full af óútskýrðum leyndarmálum og ráðgátum sem gaman verður að fá svör við í næstum bókum.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið