Nokkrum dögum fyrir aðfangadagskvöld finnast eldri hjón myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu fyrir utan bæinn Hagfors. Við fyrstu sýn virðist um að ræða rán sem hefur farið úrskeiðis en frekari rannsókn lögregluparsins Berglund og Wilander leiðir í ljós undarlega og óþægilega málavexti. Blaðakonan Magdalena Hansson er komin aftur til vinnu eftir langt veikindaleyfi og verður fljótlega þátttakandi í æsilegri morðrannsókn sem skekur bæinn.
Elín Guðmundsdóttir þýddi. Stóra stundin er sjálfstæð bók í hinni margrómuðu Hagfors-seríu eftir sænsku glæpasagnadrottninguna Ninni Schulman. Hún er sjötta bókin sem kemur út eftir hana á íslensku. Hinar eru Stúlkan með snjóinn í hárinu, Leyndarmálið okkar, Velkomin heim, Þegar allar klukkur stöðvast og Bara þú sem allar hafa fengið frábærar viðtökur íslenskra lesenda.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar