Þú ert hér://Linda Vilhjálmsdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir fæddist 1. júní 1958 í Reykjavík. Hún er sjúkraliði að mennt og starfar við það meðfram ritstörfum.

Ljóð Lindu hafa birst í dagblöðum, tímaritum og safnritum frá 1982 en fyrsta ljóðabók hennar, Bláþráður, kom út 1990. Árið 2003 gaf hún út sjálfsævisögulegu skáldsöguna Lygasögu. Auk þess hafa leikrit og ljóðverk eftir hana verið sett upp í Borgarleikhúsinu og Kaffileikhúsinu.

Linda var eitt af sjö ungum skáldum sem tóku þátt í ljóðagjörningnum „Fellibylurinn Gloría“, en hann var gefinn út á hljóðsnældu árið 1985. Þá voru ljóð hennar sýnd á Kjarvalsstöðum í apríl 1993. Hún hefur tekið þátt í mörgum bókmennta- og ljóðahátíðum hér heima og erlendis og ljóð hennar hafa komið út í fjölmörgum tímaritum og safnritum víða um heim.