Höfundur: Sveinn Snorri Sveinsson

Árið 2047 siglir lúxussnekkjan Nýja Ísland frá Reykjavík til Karabíska hafsins. Þar hreppir hún mikið óveður og strandar skammt undan landi.

Skipbrotsmenn vita ekki hvar í Karabíska hafinu þeir eru staddir og þegar þeir komast í kynni við dularfulla Íslendinga, sem búa í nálægum skógi, fer af stað örlagarík atburðarás.