Ása Marín Hafsteinsdóttir, f. 1977, er kennari, námsefnishöfundur og leiðsögumaður. Hún sendi frá sér ljóðabókina Búmerang tvítug að aldri og hefur birt texta jafnt og þétt síðan. Fyrsta skáldsaga hennar, Vegur vindsins – Buen camino, segir frá göngu eftir Jakobsstígnum og hlaut góðar viðtökur meðal lesenda og gagnrýnenda. Yfir hálfan hnöttinn er skálduð ferðasaga frá Víetnam.