Heimili höfundanna

Eikonomics logo 20 10 18 photo of me
Eiríkur Ásþór Ragnarsson
Eiríkur Ásþór Ragnarsson (f. 1984) er Árbæingur og gekk í Árbæjarskóla en lauk stúdentsprófi við listnámsbraut Borgarholtsskóla. Hann nam hljóðblöndun við SAE Auckland á Nýja-Sjálandi en sneri síðar við blaði og stundaði hagfræðinám við Otago-háskólann á Nýja-Sjálandi þaðan sem hann lauk bachelor-gráðu árið 2010 og meistaraprófi við sama háskóla tveimur árum síðar. Frá því námi lauk hefur Eiríkur starfað sem hagfræðingur í London og Þýskalandi fyrir breska ráðgjafafyrirtækið Frontier Economics. Eiríkur hóf árið 2017 að skrifa pistla um hagfræði sem birtast á vefmiðlinum Kjarnanum undir yfirskriftinni Eikonomics. Pistlarnir slógu í gegn, eru mikið lesnir og víða til þeirra vitnað í samfélagsumræðu. Nokkrir pistlanna voru gefnir út í samnefndri, umtalaðri og vinsælli bók árið 2021. Auk þess heldur Eiríkur úti reglulegum dálki í vikuritinu Vísbending, nefnist hann Eikonometrics. Ef hagfræði hefði ekki unnið hug Eiríks er líklegt að hljóð og tónar hefðu gleypt hann í staðinn. Eiríkur starfaði á árum áður með XXX Rottweiler-hundum sem sigraði Músíktilraunir árið 2000 og gaf ári síðar út samnefnda breiðskífu sem seldist í tíu þúsund eintökum (platínusala). Þá fékkst hann nokkuð við hljóðupptöku og hljóðfæraslátt, og gerir enn. Auk þess að njóta tónlistar stundar Eiríkur hlaup sér til yndis og forbetrunar. Eiríkur er kvæntur Hönnu Rotarius hagfræðingi og eiga þau einn son. Fjölskyldan býr í Köln en flyst senn til Marburg þar sem Grimms-bræður söfnuðu sögum og urðu alþekkt vörumerki!

Bækur eftir höfund

Eikonomics_72pt
Eikonomics
1.490 kr.3.490 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning