Heimili höfundanna

Gréta
Gréta Sörensen
Gréta Sörensen er fædd í Reykjavík 7. Júlí 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976. Árið 1983 lauk hún BA prófi úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands af Textílbraut og kennaraprófi úr sama skóla sama ár. Árið 1993 lauk hún Master of Fine Arts af textílbraut Konstfack, listaháskóla Stokkhólms, þar sem hún sérhæfði sig í prjónahönnun. Gréta hefur lengst af starfað við kennslu í  mynd- og handmennt, heimasíðugerð, litafræði, myndvinnslu og prjónahönnun. Árið 2013 kom út Prjónabiblían eftir Grétu. Bókin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna. Bókin er yfirgripsmikil eins og nafnið gefur til kynna og í henni er leiðbeint um alla almenna grunntækni sem lýtur að prjóni. Árið 2021 kemur út önnur bók Grétu, Íslenska lopapeysan; handverkið - uppskriftir. Í bókinni er leiðbeint um alla þá þætti sem kunna þarf skil á við prjón og frágang á íslensku lopapeysunni samkvæmt þeirri hefð sem skapast hefur við gerð hennar. Bókin er gefin út bæði á íslensku og ensku.

Bækur eftir höfund

The_Lopi_Sweater_Knitting_Book_72
The Lopi Sweater Knitting Book
4.290 kr.
Lopapeysabok_72
Lopapeysubókin
4.290 kr.
prjóna
Prjónabiblían
4.990 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning