Þú ert hér://Halldór Armand Ásgeirsson
Halldór Armand Ásgeirsson

Halldór Armand Ásgeirsson

Halldór Armand Ásgeirsson er fæddur í Reykjavík árið 1986. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk mastersprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 2012. Halldór hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir handritið að fyrstu bók hans Vince Vaughn í skýjunum, sem kom út árið 2013. Ári síðar fylgdi skáldsagan Drón. Halldór er einnig fastur pistlahöfundur á Rás 1.