Þú ert hér://Vince Vaughn í skýjunum

Vince Vaughn í skýjunum

Höfundur: Halldór Armand

Á internetinu geta allir orðið stjörnur. Áður óþekkt fólk er á allra vörum einn daginn en öllum gleymt þann næsta. Verðum við kannski öll heimsfræg í 15 mínútur eftir allt saman?

Sara og Þórir – menntaskólastelpa sem vinnur í sundlaug og háttprúður Lottókynnir í sjónvarpinu – eru með öllu óviðbúin frægðinni þegar hún steypist yfir þau. Hann verður alræmdur á Íslandi, hún alþjóðleg stjarna. Hvernig bregðast þau við?

Halldór Armand Ásgeirsson (f. 1986) er lögfræðingur að mennt og ný rödd í íslenskum bókmenntum. Leikrit hans Vakt var sýnt í Norðurpólnum 2010 við góðar undirtektir og í ár fékk hann nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir sögurnar í þessari bók.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 149 2013 Verð 2.890 kr.
Rafbók - 2013 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

5 umsagnir um Vince Vaughn í skýjunum

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Vince Vaughn í skýjunum … nálgast huga lesandans með leikandi orðfæri og öruggri frásögn líkt og breiðlenda skýjaborg á himni frekar en klöpp sem sleggjan lemur.“
  Björn Unnar Valsson / Bokmenntir.is

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  ,,Þetta er algjör negla. Loksins nennir einhver að tala við mína kynslóð. Halldór Armand er rödd sem ég hef beðið eftir að myndi tala við mig. Sumar bækur les maður til að gleyma stað og stund en Vince Vaughn í skýjunum minnir mann á nákvæmlega hvar maður er staddur. Ég las bókina í einni beit, og gargaði úr hlátri allan tímann. “
  Dóri DNA

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „…gráglettin og vel skrifuð. Heilt á litið sýnir þessi fyrsta bók Halldórs Armands skemmtilegt vald á stíl og frásagnarmáta. Hún er bæði tilgerðarlaus og trúverðug í viðleitni til að gera þeim stafræna heimi skil sem er svo alltumlykjandi þáttur í tilvist samtímafólks.“
  Fríða Björk Ingvarsdóttir / Víðsjá

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… textinn flæðir áreynslulaust alveg spriklandi fjörugur og kallast þannig á við viðfangsefnið, þennan ofsahraða og tætingslega samtíma okkar … Halldór opnar á skemmtilegar pælingar um þann ágenga gerviheim sem hefur tekið yfir rúðustrikað samfélag fortíðarinnar og gerir þetta allt býsna vel og af ungæðislegum þrótti.“
  Þórarinn Þórarinsson / Fréttatíminn

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Halldór Armand hefur steypt sér út í djúpu laugina og ræðst á samtímann án björgunarbeltis. Það er aðdáunarvert að upprennandi höfundur brjóti upp formið og takist á við jafn áhugavert viðfangsefni og tæknivæddan nútímann.“
  Ingólfur Sigursson / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund