Heimili höfundanna

Kristján Árnason
Kristján Árnason
Kristján Árnason var fæddur í Reykjavík árið 1934. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk BA-prófi í grísku og latínu frá Háskóla Íslands árið 1962. Síðan lagði hann stund á nám í heimspeki, bókmenntum og fornmálum við háskóla í Þýskalandi og Sviss á árunum 1953–1958 og 1963–1965. Kristján starfaði við kennslu í áratugi; í Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Laugarvatni, Kennaraskóla Íslands og við Háskóla Íslands frá árinu 1973. Kristján lést sumarið 2018. Eftir Kristján liggja margar útgefnar bækur. Hann er að líkindum þekktastur fyrir stórkostlegar þýðingar sínar, en sjálfur var hann gott skáld og sendi frá sér ljóðabækur; Rústir árið 1962 og Einn dag enn árið 1990. Fyrir þá síðarnefndu var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Kristján var ötull og rómaður þýðandi klassískra bókmennta fornaldar, leikrita og ljóða, sem hann sneri úr grísku og latínu, en einnig þýddi hann nútímaskáldverk, m.a. þýsk og frönsk. Þá þýddi hann fræðirit og greinar og skrifaði sjálfur fræðigreinar um bókmenntir o.fl. Meðal höfunda sem hann þýddi verk eftir má nefna Aristóteles, Aristófanes, Catullus, Goethe, François Mauriac og Thomas Mann. Hann var sæmdur stórriddarakrossi hinnar grísku Fönix-orðu fyrir framlag sitt til eflingar grískum menntum á Íslandi. Árið 2010 hlaut hann Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd (útg. 2009) og einnig hlaut hann Menningarverðlaun DV fyrir sömu þýðingu. Á sjötugsafmæli Kristjáns gaf Bókmenntafræðistofun Háskóla Íslands út helstu ritgerðir hans um bókmenntir, heimspeki og þýðingar í ritinu Hið fagra er satt. Árið 2017 kom síðan út úrval ljóðaþýðinga hans, allt frá fornkvæðum Grikkja og Rómverja til nýstárlegri samtímakvæða í bókinni Það sem lifir dauðann af er ástin, og þar birtust einnig nokkur frumsamin ljóð hans.

Bækur eftir höfund

Approaches to Nordic and Germanic Poetry
Approaches to Nordic and Germanic Poetry
5.190 kr.
Það sem lifir dauðann af er ástin eftir Kristján Árnason
Það sem lifir dauðann af er ástin
990 kr.
Íslensk tunga - fyrsta bindi
Íslensk tunga: Hljóð - I. bindi - PDF skjal
1.765 kr.
attachment-625073
Íslensk tunga: ritsafn (öll bindin) - PDF skjal
5.180 kr.
attachment-19304
Ummyndanir: Metamorphoses
490 kr.4.990 kr.
attachment-16871
Gullinasni eða myndbreytingar
890 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning