Heimili höfundanna

mlj ljósmynd
Margrét Lóa Jónsdóttir
Margrét Lóa Jónsdóttir er fædd árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, stundaði síðan nám í íslensku og heimspeki við Háskóla Íslands og í heimspeki í San Sebastian á Spáni. Hún lauk BA-prófi 1996. Fyrsta bók hennar, Glerúlfar, kom út árið 1985 en síðan hefur hún sent frá sér fjölda annarra ljóðabóka. Margar þeirra hefur hún gefið út sjálf og myndskreytt. Auk ljóða hefur hún skrifað skáldsögu, samið hljóðlistaverk og unnið bóklistaverk. Margrét Lóa hefur einkum fengist við skriftir, myndlist og kennslu. Meðal annars hefur hún rekið gallerí og starfað við listleiðsögn, ritstýrt listatímariti, unnið við þáttagerð og haldið námskeið í skapandi skrifum. Enn fremur hefur hún töluvert fengist við ljóðaþýðingar, einkum úr spænsku. Margrét Lóa býr í Reykjavík.

Bækur eftir höfund

Draumasafnarar
Draumasafnarar
3.890 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning