Heimili höfundanna

Sóley Eiríksdóttir
Sóley Eiríksdóttir
Sóley Eiríksdóttir er fædd 1984 og ólst upp á Flateyri. Ellefu ára gömul varð hún landsþekkt þegar hún komst lífs af úr snjóflóðinu mikla sem féll á þorpið á Flateyri aðfaranótt 26. október 1995. Flóðið lagði heimili hennar og fjölda annarra húsa í rúst og tuttugu manns fórust. Meðal þeirra voru eldri systir Sóleyjar og vinur hennar sem einnig dvaldi í húsinu, en Sóleyju var bjargað eftir að hún hafði legið tæpan hálfan sólarhring undir snjófargi í rústum heimilisins. Eftir harmleikinn flutti settist fjölskylda Sóleyjar að á höfuðborgarsvæðinu. Sóley lauk BA-prófi í sagnfræði og síðar MS-gráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð hennar í sagnfræðináminu fjallaði um snjóflóðið á Flateyri og fólkið sem í því lenti, og síðar skrifaði hún um sama efni bókina Nóttin sem öllu breytti – Snjóflóðið á Flateyri, í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson. Bókin kom út árið 2016, vakti mikla eftirtekt og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í flokki fræðirita.

Bækur eftir höfund

Nóttin sem öllu breytti
Nóttin sem öllu breytti: snjóflóðið á Flateyri
990 kr.5.990 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning