Jólaballett

Í Salnum í Kópavogi er rekin metnaðarfull tónlistardagskrá fyrir börn undir heitinu Töfrahurð. Sunnudaginn 5. desember verður frumfluttur þar ballett sem gerður er eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur Englajól. Höfundur tónlistarinnar er Elín Gunnlaugsdóttir en flytjendur verða kammerhópur Sheherazade og dansarar úr Listdansskóla Íslands. Sýningin verður á sunnudaginn kemur kl. 13. Húsið opnar kl. 12.30 og verður boðið upp á andlitsmálun og skemmtiatriði áður en tónleikarnir byrja.

Englajól kom fyrst út 1997. Söguna skrifar Guðrún Helgadóttir en Brian Pilkington myndskreytti glæsilega. Sagan segir frá tveimur englabörnum sem fylgjast með því ofan af himninum þegar fólkið undirbýr komu jólanna. Þau skreyta heimsins stærsta jólatré á miðju Íslandi og bjóða þangað öllum börnum heims sem eiga ekki jólatré, og jafnvel ekkert heimili, og fá engar gjafir um jólin.

INNskráning

Nýskráning