Jón Atli til Þýskalands

Nýlega skrifaði spennusagnahöfundurinn Jón Atli Jónasson undir útgáfusamning við þýska forlagið S. Fischer en þrjú stór forlög bitust um bækurnar þegar þær voru boðnar þýskum bókaforlögum fyrr á þessu ári. Bækurnar Brotin (2022) og Eitur (2023) munu verða áherslutitlar á glæpasagnalista þessa virta forlags. Ritstjóri Jóns Atla kallaði hann spennandi nýja rödd í norrænum bókmenntum og sagði að rannsóknarteymi bókanna, þau Dóra og Rado, væru einstakar sögupersónur sem lesendur glæpasagna í Þýskalandi myndu taka fagnandi. Reykjavík Literary Agency fer með erlenda sölu á verkum Jóns Atla og það verður spennandi að fylgjast með hvaða markaðir fylgja í kjölfarið en þýski bókamarkaðurinn hefur gjarnan virkað sem stökkpallur fyrir höfunda og bækur í þýðingum inn á aðra markaði.

INNskráning

Nýskráning