Sjón

Miklar vinsældir Mánasteins

Ein mestumtalaða bókin þessi jólin, Mánasteinn eftir Sjón, heillar fleiri en Íslendinga því erlendir útgefendur hafa sýnt henni mikinn áhuga. Frá því bókin kom út á íslensku fyrir tæpum mánuði síðan hefur hún selst til Frakklands, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands og rétt fyrir jól var gengið frá samningum við útgefendum í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Sigurganga Sjóns um heiminn hefur verið töfrum líkust og er skemmst að minnast þess að eitt virtasta forlag Bandaríkjannna, Farrar, Strauss & Giroux gaf fyrr á árinu samtímis út þrjár bækur Sjóns, sem þykir afar fáheyrt. Þetta voru bækurnar Skuggabaldur, Argóarflísin og Rökkurbýsnir, í þýðingu Victoriu Cribb, og hafa þær vakið mikla athygli og hlotið frábæra dóma.

2013 hefur því verið stórgott ár fyrir Sjón og vekur það mikla gleði hér á Forlaginu að sem allra flestir fái að njóta bóka hans!

INNskráning

Nýskráning