Demantaráðgátan

Styttist í Demantaráðgátuna

Við kætumst! Vorum að fá glóðvolgt sýnishorn af Demantaráðgátunni eftir hinn geysivinsæla Martin Widmark.

Demantar hverfa á óútskýrðan hátt úr skartgripabúð Múhameðs Karat. Allt bendir til að hinn ósvífni þjófur sé einn af starfsmönnum búðarinnar; Þórir, Sif eða Raggi. Lögreglan getur ekki leyst gátuna og því leitar Múhameð til bestu spæjaranna í bænum: Spæjarastofu Lalla og Maju!

Martin Widmark er einn vinsælasti barnabókahöfundur Svíþjóðar og hefur selt þar meira en þrjár milljónir barnabóka auk þess að bækur hans hafa verið þýddar á yfir tuttugu tungumál. Demantaráðgátan hentar bæði spæjurum og lestrarhestum á aldrinum 6-10 ára.

Íris Baldursdóttir þýðir.

Þessi fjársjóður siglir til okkar á allra næstu vikum, fylgist með!

INNskráning

Nýskráning