Ríki Posedons, úr Íslenskri listasögu

Til hamingju, Íslendingar!

Hið mikla tímamótaverk, Íslensk listasaga, er komið út. Þessi 1400 blaðsíðna útgáfa kemur út í fimm bindum, spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar og er prýdd litljósmyndum af á annað þúsund listaverkum.

Forlagið gefur verkið út í samvinnu við Listasafn Íslands og er markmiðið með útgáfunni ekki aðeins að gera grein fyrir sögu íslenskrar myndlistar heldur einnig að styrkja og móta hugmyndir okkar um myndlist þjóðarinnar, sameiginlega arfleifð hennar og sjálfsmynd. Í tilefni útgáfunnar hefur yfirlitssýningin ÞÁ OG NÚ opnað í Listasafni Íslands.

INNskráning

Nýskráning