Uglufélagar athugið

Ert þú í bókaklúbbnum Uglunni? Við vekjum athygli á því að í næstu sendingu, sem væntanleg er til félaga um miðjan maímánuð, verða tvær spennandi bækur. Bláa minnisbókin eftir James A. Levine er forvitnileg og átakleg saga ungrar stúlku á Indlandi sem seld er í vændisánauð. Sú bók fer í almenna dreifingu í bókaverslunum nú á þriðjudaginn. Hin bókin er einnig frumútgáfa í kilju en hún er fyrsta skáldsaga ungs höfundar, Kára Tulinius, og ber heitið Píslarvottar án hæfileika. Góðar lestrarstundir.

INNskráning

Nýskráning