Á barmi næturinnar – ljóðasafn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 103 2.100 kr.
spinner

Á barmi næturinnar – ljóðasafn

2.100 kr.

Á barmi næturinnar, ljóðaúrval Hallbergs Hallmundssonar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 103 2.100 kr.
spinner

Um bókina

Hallberg Hallmundsson fæddist árið 1930 á Brú í Stokkseyrarhreppi en ólst upp í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR og lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands. Hann stundaði nám í spönsku við Háskólann í Barcelonaog ensku við New York University. Á Frjálsri þjóð kynntist hann Valdimar Jóhannssyni bókaútgefanda og vann síðan hjá honum við ritstjórn, þýðingar og hönnun frá 1956–1960. Þrítugur að aldri fluttist Hallberg til New York með bandarískri eiginkonu sinni. Á Manhattan vann hann sem ritstjóri alfræðiorðabóka 1961–1982 og síðar á Business Week 1984–2001.

Á Íslandi hafa komið út fimmtán ljóðabækur eftir Hallberg og tvö smásagnasöfn; auk þess ritstýrði hann An Anthology of Scandinavian Literature (1966) og Icelandic Folk and Fairy Tales (1987). Þýðingar hans á íslensku losa fimmta tuginn. Hér birtist úrval úr ljóðabókum hans og að auki óbirt ljóð, ort til konu hans, May.

 

1 umsögn um Á barmi næturinnar – ljóðasafn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

INNskráning

Nýskráning