Þú ert hér://Ævinlega fyrirgefið

Ævinlega fyrirgefið

Höfundur: Anne B. Ragde

Þegar Torunn flúði frá Neshov skildi hún Tormod einan eftir, manninn sem hún kallaði afa en var í raun föðurbróðir hennar. Nú hefur hún búið fyrir sunnan með Christer í rúm þrjú ár en er ekki hamingjusöm. Liggur þá ekki beint við að hverfa aftur til Neshov? Býlið er hennar eign og nú í eyði … Í Kaupmannahöfn hafa Krumme og Erlend eignast þrjú börn og hugsa sjaldan til Noregs. Tormod gamli er ánægður á elliheimili í Þrándheimi og þar rekur Margido líka útfararþjónustu sína. Þeim bregður í brún þegar Torunn birtist aftur án þess að gera boð á undan sér. En bíður hennar betra líf á gamla býlinu – og verða henni fyrirgefin svikin forðum?

Ævinlega fyrirgefið er framhald sögunnar sem hófst í Berlínaröspunum og vinsæl sjónvarpsþáttaröð var gerð eftir. Anne B. Ragde er einn mesti metsöluhöfundur Norðmanna en bækur hennar hafa komið út víða um lönd og hlotið feikigóðar viðtökur.

Silja Aðalsteinsdóttir þýddi.

 

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 303 2017 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

4 umsagnir um Ævinlega fyrirgefið

 1. Árni Þór

  „Rosalega var gaman að endurnýja kynnin við vel skapaðar persónur Ragde … Ég féll strax á fyrstu blaðsíðu.“
  Litteratursiden.dk

 2. Árni Þór

  „Allir sem hrifust af fyrri bókum um Neshovfjölskylduna eiga líka eftir að hrífast af þessari.“
  Dagsavisen

 3. Árni Þór


  „Hér streyma allar persónurnar á móti okkur svo leikandi létt og draga okkur inn í nýjan vef með lausum þráðum og möguleikum á nýjum sögum í mörg ár enn. Já, nú er lestrarhátíð hjá aðdáendum Önnu Ragde.“
  Verdens Gang

 4. Árni Þór

  „Alveg jafndásamleg saga og aðrar eftir þennan stórkostlega höfund.“
  Steingerður Steinarsdóttir / Vikan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund