Höfundur: Anne B. Ragde

Þegar amma Therese deyr – gamla revíusöngkonan Amalie Thalia sem ung heillaði Kaupmannahafnarbúa í hlutverki sjálfrar Lolu Lolu – opnast grafir sem geyma vel falin fjölskylduleyndarmál. Therese hefur aldrei skilið hvers vegna móðir hennar, Ruby, hataði móður sína svo mjög að hún fagnar dauða hennar. Ruby hefur fyrir sitt leyti aldrei skilið hvers vegna móðir hennar var sá þversagnakenndi gallagripur sem hún var. Við förum hægt aftur í tímann og kynnumst kynslóðunum, hverri af annarri, uns allt liggur ljóst fyrir.

Arsenikturninn er óvenjuleg og heillandi ættarsaga, grimm og sár, um óbugandi lífsvilja, leiklistardrauma og afdrifaríkar ástir.

Íslendingar hafa tekið bókum Önnu B. Ragde tveimur höndum en þríleikur hennar, kenndur við Berlínaraspirnar, hefur selst í bílförmum. RÚV sýndi geysivinsæla norska þáttaröð byggða á þríleiknum nú í vor.


 

„... mikil fjölskyldusaga… afskaplega fallegur stíll og hún er vel skrifuð. Bók sem höfðar til margra…“
Þorgerður E. Sigurðardóttir / Kiljan

„… fín bók, mikill „örlaga litteratúr“ …fallega skrifuð … voða gaman að þessu.“
Illugi Jökulsson / Kiljan

„Ofboðslega fínn sögumaður
Egill Helgason / Kiljan

„Ótrúlega viðburðarík og tilfinningarík saga
sögð af sjálfstrausti og gleði.“

Adresseavisen