Heimili höfundanna

Pétur Gunnarsson
Pétur Gunnarsson
Pétur Gunnarsson fæddist 15. júní 1947 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 hélt hann utan til náms í Frakklandi og lauk prófi í heimspeki  frá Université d'Aix-Marseille árið 1975. Fyrsta ljóðabók Péturs, Splunkunýr dagur, kom út 1973 en áður höfðu birst ljóð eftir hann í Tímariti Máls og menningar. Skáldsagan Punktur, punktur, komma, strik leit svo dagsins ljós 1976. Þorsteinn Jónsson kvikmyndaleikstjóri gerði eftirminnilega kvikmynd eftir bókinni sem naut mikilla vinsælda. Bókin var sú fyrsta af fjórum um söguhetjuna Andra en síðasta Andrabókin, Sagan öll, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1987. Eftir Pétur liggja fleiri skáldsögur og hafa tvær þeirra verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Hversdagshöllin árið 1990 og Myndin af heiminum árið 2000, auk fyrra bindis ævisögu hans um Þórberg Þórðarson, ÞÞ – Í fátæktarlandi. Ævisagan öll hlaut viðurkenningu Hagþenkis árið 2009. Pétur hefur einnig fengist við þýðingar og hlaut þýðing hans á Frú Bovary eftir Gustave Flaubert Menningarverðlaun DV 1996. Hann hefur einnig þýtt hluta af verki Prousts, Í leit að glötuðum tíma. Pétur hefur sent frá sér aragrúa greina um bókmenntir og menningarmál í fagtímaritum, skrifað um þjóðmál og menningarmál í dagblöð og haldið erindi á margvíslegum vettvangi. Pétur hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum m.a. í leikhúsum, sjónvarpi og útvarpi. Hann átti sæti í stjórn Alliance française á árunum 1977-1981, þar af sem forseti 1980 -1981. Hann sat jafnframt í stjórn félags áhugamanna um bókmenntir 1988–1990 og var í ritnefnd Tímarits Máls og menningar um árabil. Pétur var formaður Rithöfundasambands Íslands 2006–2010.

Bækur eftir höfund

Jatningarnar_72
Játningarnar
3.990 kr.4.290 kr.
i_forheimskunarlandi_thth
ÞÞ – í forheimskunarlandi
990 kr.2.190 kr.
punktur punktur komma strik
punktur punktur komma strik
1.490 kr.
attachment-10828
ÞÞ - í fátæktarlandi
990 kr.3.100 kr.
HKL ástarsaga
HKL ástarsaga
990 kr.3.390 kr.
Andrabækurnar eftir Pétur Gunnarsson
punktur punktur ... sagan öll
990 kr.
ÞÞ - þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson
ÞÞ – þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar
990 kr.
Vélar tímans eftir Pétur Gunnarsson
Vélar tímans
990 kr.
Dýrðin á ásýnd hlutanna eftir Pétur Gunnarsson
Dýrðin á ásýnd hlutanna
990 kr.
Vasabók eftir Pétur Gunnarsson
Vasabók
990 kr.
Efstu dagar eftir Pétur Gunnarsson
Efstu dagar
990 kr.
Skriftir eftir Pétur Gunnarsson
Skriftir
3.490 kr.
Veraldarsaga mín
Veraldarsaga mín - ævisaga hugmynda
3.110 kr.
Hversdagshöllin eftir Pétur Gunnarsson
Hversdagshöllin
990 kr.
Íslendingablokk
Íslendingablokk
990 kr.1.550 kr.
attachment-572652
Péturspostilla - hugvekjur handa Íslendingum
2.190 kr.
attachment-17001
Að baki daganna
2.690 kr.
attachment-20582
Leiðin til Rómar
990 kr.2.685 kr.
attachment-16937
Myndin af heiminum
990 kr.
attachment-607274
Heimkoma
990 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning