Þú ert hér://ÞÞ – í fátæktarlandi

ÞÞ – í fátæktarlandi

Höfundur: Pétur Gunnarsson

ÞÞ – Í fátæktarlandi. Í bókinni endurskapar Pétur þroskasögu Þórbergs sem rithöfundar og einstaklings og dregur upp mynd sem á eftir að koma nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á óvart. Hann leitar víða fanga, m.a. í sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti, svo og í útkomnum verkum Þórbergs.

Þórbergur Þórðarson er án efa einn fremsti höfundur okkar en sker sig nokkuð úr fyrir það hve seint ferill hans hófst; hann var orðinn 36 ára þegar Bréf til Láru kom út og fimmtugur þegar Íslenskur aðall leit dagsins ljós. Hvað hafðist hann að fram að því? Hvað mótaði hann sem rithöfund? Pétur leitar svara við þessum spurningum, rekur glímu Þórbergs við fátækt og eymd og segir frá litríkum og dramatískum ástarævintýrum, vonbrigðum og sorgum en einnig björtum vonum og háleitum hugsjónum.

Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.

 

Frá 2.190 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2007 Verð 3.100 kr.
Kilja 223 2010 Verð 2.190 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

6 umsagnir um ÞÞ – í fátæktarlandi

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Hrikalega flott bók. Pétur eins og hann gerist bestur. Þórbergur eins og hann gerðist verstur. Í góðum skilningi þó. Hér mætast tveir menn með óvenjulega hæfileika til þess að koma manni á óvart, og manni getur ekki leiðst.“
  Þröstur Helgason, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Pétur beitir mörgum brögðum skáldsagnahöfundarins, hann á það til að sviðsetja atburði, jafnvel skálda upp heilu samtölin, en hann beitir líka brögðum sem lesendur þekkja best úr hans eigin skáldsögum; orð eða fyrirbæri í lífi Þórbergs kveikir hugmynd eða tengingu, og Pétur lætur það eftir sér að fylgja henni eftir.“
  Jón Yngvi Jóhannsson / Stöð 2

 3. Bjarni Guðmarsson

  „ … hér er fyrst og fremst um afar vel skrifaða og skemmtilega bók að ræða … Ég bíð framhaldsins spennt. “
  Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið

 4. Bjarni Guðmarsson

  „Ein besta bókin á markaðnum í ár.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 5. Bjarni Guðmarsson

  „Gríðarlega fallegt verk.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan

 6. Bjarni Guðmarsson

  „ÞÞ í fátæktarlandi – Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar er frábær bók. Ég hef verið aðdáandi Þórbergs frá því á unglingsárum. Bréf til Láru breytti mér jafn mikið og Paradísarfuglinn. Pétur Gunnarsson hefur líka lengi verið í uppáhaldi þannig að útkoman gat varla klikkað. Snilldin er óumdeilanleg.“
  Grímur Atlason / eyjan.is

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *