Þú ert hér://Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?

Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?

Höfundar: Helgi Björnsson, Þórarinn Már Baldursson myndsk

Einu sinni huldi jökull allt Ísland og náði langt út í sjó en núna minnka jöklarnir hratt og sumir þeirra verða jafnvel alveg horfnir áður en lesendur þessarar bókar verða gamlir. Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? geymir 45 spurningar og svör um jökla og loftslagsmál. Svörin eru sett fram á einfaldan hátt en þó með vísindalegri nákvæmni og henta fróðleiksfúsum lesendum frá átta ára aldri. Öllum spurningunum fylgja skemmtilegar og skýrandi myndir.

Hvernig verða jöklar til? Hvar eru stærstu jöklar á jörðinni? Hvers vegna er kalt uppi á fjöllum þó að þau séu nær sólinni? Eru jöklar á öðrum hnöttum? Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld? Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?

Þú finnur svörin í bókinni og verður margs vísari um jökla og loftslagsmál!

* * * * 1/2
„Frábær fræðibók fyrir börn … svörin sett fram á einfaldan hátt, þó með vísindalegri nákvæmni eins og höfundar er von og vísa … Allar opnur bókarinnar geyma myndskreytingar Þórarins Más Baldurssonar sem eru einstaklega skemmtilegar og iðulegar fullar af yndislegum húmor. Oft á tíðum hjálpa myndirnar lesendum að átta sig enn betur á umfjöllunarefninu.“
Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið

Verð 3.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 55 2015 Verð 3.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

Eftir sama höfund