Þú ert hér://Alvara leiksins

Alvara leiksins

Höfundar: Árni Bergmann, Gunnar Eyjólfsson

Gunnar Eyjólfsson hefur leikið mörg dramatískustu hlutverk leikbókmenntanna á sviði og hlotið mikið lof fyrir. Ævi hans sjálfs hefur þó ekki síður verið viðburðarík og átakamikil og stundum hefur sá eldur sem á honum brennur verið heitur.

En lífið er ekki eintómt drama. Lífið er bernskubrek suður með sjó, leiklistarnám í London, dans við Bretaprinsessu, ævintýralegar leikferðir um landið, heimshornaflakk, afrískir galdramenn og sýrlenskir peningasmyglarar, leiksigrar og ógleymanlegir samferðamenn, fjölskylda og vinátta – og lífið er umfram allt trú og leit að fótfestu og lífsskoðun.

Árni Bergmann rithöfundur hefur skráð einlæga og eftirminnilega frásögn Gunnars af næmi og stílfimi.

Verð 2.065 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 297 2010 Verð 2.065 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

6 umsagnir um Alvara leiksins

 1. Elín Pálsdóttir


  „Bókin er afar vel skrifuð, enda ekki við öðru að búast af svo þaulvönum höfundi sem Árni Bergmann er … Það ætti engin sem hefur áhuga á vel heppnuðum ævisögum að láta Gunnar fram hjá sér fara … Alvara leiksins hefur öll element sem prýða á góða sögu. Sorg, gleði og mikla sigra. Svo er hún rífandi skemmtileg.“
  Kristjón Kormákur Guðjónsson / pressan.is

 2. Elín Pálsdóttir


  Alvara leiksins er allt í senn; aldarspegill, dramatísk fjölskyldusaga, leikhús- og leiklistarsaga og þroskasaga listamanns. Alvöru leiksins prýðir flest sem prýða má eina ævisögu. Þar fara saman frábær frásagnargáfa Gunnars Eyjólfssonar og afburða ritfærni Árna Bergmann rithöfundar … Bráðskemmtilegur aldarspegill ..“
  Agnes Bragadóttir / Morgunblaðið

 3. Elín Pálsdóttir

  „Alvara leiksins er bók sem ég veit að flestir hafa gaman af. Ég veit það vegna þess að það er dauður maður sem ekki hrífst af listamanninum Gunnari Eyjólfssyni.“
  Jenný Anna Baldursdóttir / Eyjan.is

 4. Elín Pálsdóttir

  „… hefur svo sannarlega frá nógu að segja … dásamlegar lýsingar á samferðamönnum … Þetta er hádramatísk ævisaga, skemmtileg aflestrar.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 5. Elín Pálsdóttir

  „Gunnar er snjall sögumaður, næmur á hið sjónræna í sögu hverri, kann að sviðsetja … Sögutækni sína hefur hann líklega þróað um áratugi.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

 6. Elín Pálsdóttir

  „… það eru nánast himnesk tilþrif í lýsingunni á vinalegu smáþorpinu sem er á hægri leið inn í nútímann.“
  Jón Viðar Jónsson / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda