Höfundar: Ármann Agnarson, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Unnar Örn

Útgáfunni Archive on the Run er ætlað að meta á gagnrýninn og skapandi hátt stöðu Nýló
útfrá sögu þess og forsendum, og greina möguleika, tækifæri og hlutverk safnsins í dag.

Útgáfan er niðurstaða verkefnis sem Nýlistasafnið fór af stað með árið 2009 sem hluta af
innri vinnu safnsins. Markmiðið var að taka púlsinn á starfseminni og móta framtíðarsýn
safnsins.

Margbreytilegar hugmyndir rata í bókina sem byggist upp á fjórum megin umræðuefnum;
Áskorun gjafa-safneignar, spennan milli safns og sýningavettvangs, menningarleg
vegavinna og andstæða stöðnunar, og að lokum samfélagið Nýló.