Art can heal: The life and work of Sigríður Björnsdóttir

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2023 271 7.590 kr.

Art can heal: The life and work of Sigríður Björnsdóttir

7.590 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2023 271 7.590 kr.

Um bókina

Bókin Art Can Heal. The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir fjallar um ævi og störf Sigríðar Björnsdóttur listþerapista og listakonu. Ágústa Oddsdóttir, kennari og myndlistarkona, kveðst sem höfundur bókarinnar vilja deila með lesendum þeim töfrum líku áhrifum sem listmeðferð hjá Sigríði hafði á líf hennar og störf m.a. annars með því að lýsa því hvernig Sigríður vann og þeim hugmyndum og viðhorfum sem lágu þar að baki. Sigríður fæddist árið 1929 á Flögu í Skaftártungu og hefur búið og starfað í Reykjavík. Hún giftist svissnesk/þýska listamanninum Dieter Roth árið 1957, þau skildu árið 1964. Börn þeirra 3 búa og vinna á Íslandi og einnig dóttir Sigríðar sem hún átti fyrir og Dieter gekk í föðurstað. Sigríður útskrifaðist sem myndlistakennari og myndlistarkona frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands voruð 1952 og hóf þá strax að þróa sjálfstætt og sérstakt svið innan myndlistarinnar. Á árunum 1952 til 1957 fór hún að móta aðferð í starfsnámi á barndeildum spítala í London og Kaupmannahöfn til að hjálpa veikum börnum með því að gefa þeim tækifæri og efnivið myndlistar til að upplifa og kanna sig sjálf í sköpunarferlinu og jafnframt tjá líðan sína og hugsanir sjálfsprottið í myndsköpun sinni. Hún vann með börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík frá árinu 1957 til ársins 1996. Mörg dæmi eru í bókinni um hvernig Sigríður nálgaðist börnin og hve vel þau lifðu sig inn í sköpunarferlið og tjáðu líðan sína. Í bókinni er einnig sagt frá starfi hennar á alþjóðlegum vettvangi þar sem hún var eftirsóttur fyrirlesari um starf sitt með börnum á sjúkrahúsum: Á fyrirlestrasviðinu starfaði hún með mörgum virtum og virkum prófessorum í barnalækningum og yfirlæknum á barnadeildum og barnasjúkrahúsum víða um heim sem deildu með henni hugsjón um bætta andlega og tilfinningalega líðan barna á sjúkrahúsum. Myndlistin var kjarninn í öllu hennar starfi. Hún setti upp myndlistarsýningar á verkum barnanna sem hún vann með á sjúkrahúsum þar sem hún flutti fyrirlestra. Hún sýndi líka eigin verk á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún lagði mikið til félagsstarfa í þágu myndlistarinnar og er sagt frá því í bókinni. Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður og „coordinator“ bókarinnar tók viðtal við Sigríði og skrifaði í kjölfarið hugleiðingu um listrænu hliðina á þerapíustarfi hennar. Einnig tók Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóri og listrænn stjórnandi Serpentine Gallerísins í London viðtal við Sigríði. Bæði viðtölin eru í bókinni sem var gefin út af König Books í Köln í Þýskalandi í september síðastliðnum.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Art can heal: The life and work of Sigríður Björnsdóttir”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

4.190 kr.
2.999 kr.
gomlu aevintyrin
2.499 kr.
2.490 kr.3.690 kr.
8.190 kr.
6.790 kr.
4.090 kr.
4.090 kr.

INNskráning

Nýskráning