Átakadagar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 990 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 990 kr.
spinner

Um bókina

Elín Torfadóttir er flestum kunn sem kona verkalýðsleiðtogans Guðmundar jaka. Hér kynnumst við ýmsum hliðum þessarar einörðu baráttukonu, uppvexti, stormasömu tilhugalífi þeirra Guðmundar, námi, fjölbreyttum starfsferli, ferðalögum og mörgu fleiru.

Eins og nærri má geta var kjarabarátta á síðari hluta liðinnar aldar samofin lífi Elínar, heimilislífið fór ekki varhluta af störfum húsbóndans og húsfreyjan stóð eins og klettur að baki manns síns.

Sjálf kaus hún þó sér annan vettvang sem var síst léttvægari. Hún átti þátt í að skjóta stoðum undir dagvistarmál í Reykjavík í starfi sínu sem fóstra og forstöðukona, en sú þjónusta skipti örugglega sköpum þegar kom að jafnréttisbaráttu, námsmöguleikum og atvinnuþátttöku kvenna. Í bókinni eru margar sögur af skemmtilegum krökkum sem í dag eru þjóðkunnir einstaklingar.

Saga Elínar er átakasaga sterkrar konu sem fór sínar eigin leiðir og setti mark sitt á samtímann.

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður skráði.

Tengdar bækur

990 kr.1.990 kr.
2.290 kr.
3.790 kr.
1.290 kr.
4.390 kr.
Pési&Pippa_litli_pollurinn
2.790 kr.
3.690 kr.
4.590 kr.
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning