Bati frá tilgangsleysi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 224 | 5.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 224 | 5.290 kr. |
Um bókina
Maðurinn er eina dýrið sem getur dáið úr tilgangsleysi. Hvað er að hjá okkur mannfólkinu? Hér fléttast saman veraldleg og trúarleg hugsun um það sem skiptir máli í dag, að taka ábyrgð gagnvart umhverfi og mennsku.
Hvers vegna er mannlífið svona flókið og sárt?
Hvaðan kemur allt þetta vesen?
Hættan eltir okkur á röndum frá ástarmálum yfir í alþjóðamál — og nú ramba vistkerfi jarðar á barmi ójafnvægis í tómu tilgangsleysi.
Hvað er að?
Af sjónarhóli sálgæslunnar heitir það vanvirk hegðun. Skortur á læsi segja ýmsir siðfræðingar og fræðafólk. Í kristinni hefð er rætt um tengslarof.
Eftirnútíminn hefur ekki efni á að hafna neinu formi mannlegrar þekkingar.
Í þessari bók fléttast saman veraldleg og trúarleg hugsun. Fræði og sagnir mætast úr ólíkum áttum milli þess sem við prílum upp á baðstofuloftið hjá Bjarti í Sumarhúsum og tökum spjallið. Undir lágri súðinni á heimili allra landsmanna teiknast Sumarhúsaheilkennið upp fyrir augum lesandans uns við blasir inntak og eðli þess víðtæka tengslarofs sem hrjáir mannkyn.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar