Maður að nafni Berg, sem breytti nafninu sínu í Greb, fór til strandbæjar nokkurs staðráðinn í að ráða föður sínum bana.

Berg er farsi með sálfræðilegu ívafi, súrrealískur og myrkur en jafnframt launfyndinn og minnir jafnvel á forngrísku harmleikina.

Árið 1989 var gerð kvikmynd eftir Berg, Killing Dad, með Richard E. Grant, Denholm Elliott og Julie Walters í aðalhlutverkum.