Hvað gerir yfirlögregluþjónn þegar fjóra afhöggna vinstri fætur rekur á ströndina í litlum bæ í Vestfold?

Yfirlögregluþjónninn William Wisting hefur aldrei upplifað slíkt áður, en hefur grun um að þetta geti tengst gömlum mannshvörfum. Aldraðir menn og geðsjúk kona hafa horfið skyndilega. Vissu þau eitthvað sem þau máttu ekki vita?

Metsölu- og verðlaunahöfundurinn (Glerlykillinn 2013) Jørn Lier Horst, höfundur Botnfalls, er einn besti glæpasöguhöfundur Noregs. Í starfi sínu sem yfirmaður í rannsóknarlögreglunni hefur hann verið í hringiðu norskra sakamála, og reynsla hans í starfi skín í gegnum skrif hans í bókinni.