Bræður af Ströndum – Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 1997 322 2.490 kr.

Bræður af Ströndum – Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld.

2.490 kr.

Bræður-af-ströndum
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 1997 322 2.490 kr.

Um bókina

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar nr. 1:

Bókin Bræður af Ströndum er heimildarrit sem hefur að geyma sýnishorn úr textum þeirra bræðra Halldórs og Níelsar Jónssona auk þess sem birt eru bréf eftir þriðja bróðurinn, Ísleif og einnig bréf ekkju Halldórs, Elínu Samúelsdóttur. Eftir þá Halldór og Níels liggja miklar skrifaðar heimildir af ýmsum toga en báðir voru þeir fátækir bændasynir á síðari hluta nítjándu aldar sem síðar hófust upp í stétt sjálfstæðra bænda og ólu allan sinn aldur í Strandasýslu. Texti þeirra veitir ótrúlega nákvæma innsýn í líf fólks á fyrir tíð. Mesta athygli vekja dagbækur þeirra beggja, ástarbréf Níelsar og bréf það sem Elín Samúelsdóttir ritaði Níelsi árið 1914, þar sem hún skýrir honum frá láti sonar síns Samúels Halldórssonar og lýsir neyð heimilisins í kjölfar þess að barnaveikin hafði stungið sér þar niður. Sjálfsævisaga Halldórs er meistaralega skrifuð og margs konar samtíningur hans vekur sömuleiðis eftirtekt.

Bók þessi er hugsuð sem skemmtilesning fyrir áhugafólk um sögu og menningu fyrri aldar sem og fræðimenn sem hugsanlega sjá sér hag í að nýta sér heimildir á borð við þessar í rannsóknum sínum. Sigurður Gylfi Magnússon sem tók þessa bók saman og ritar inngang að henni nýtti sér sömu heimildir í annarri bók sem kom út á miðju þessu ári hjá Háskólaútgáfunni og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, er ber heitið Menntun, ást og sorg. Þar er leitast við að nýta heimildirnar við greiningu á hugarheimi nítjándu aldar manna og þá sérstakleg hugmyndum ungs alþýðufólks sem stóð á mótum gamla tímans og þess nýja. Í þeirri bók sem nú er að koma út, Bræður af Ströndum fá heimildir bræðranna að njóta sín án þess að við þeim sé hróflað, en það gefur lesandanum skemmtilega nálægð við textann og líf þess fólks sem þar kemur við sögu.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning