Þú ert hér://Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann

Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann

Höfundur: Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Hugarórar karlmannsins á þessum síðustu og verstu ná áður óþekktum hæðum í verki Ólafs Guðsteins.

Hér ægir ýmsu saman sem snertir á ófáum viðkvæmum strengjum hinnar svokölluðu samfélagsumræðu og má með sanni segja að höfundur reynist lesanda sínum ólíkindatól í viðleitni sinni til að kryfja lífsbrandarann.

Verð 1.895 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja-2016 Verð 1.895 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

1 umsögn um Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann

  1. Elín Edda Pálsdóttir

    „Ólafur Guðsteinn Kristjánsson hefir um langa hríð ritað pistla af alls kyns tagi, fyrir hina ýmsu miðla, þar sem hann veltir fyrir sér sköpulagi heimsins og tilgangi þessa alls. Þessar hugsanir sínar hefur hann sett fram á kerknislegan og stundum kaldhæðnislega vegu en ætíð er ljóst að hann brennur fyrir því að koma einhvers konar lagi á ruglið sem hverfist um hann. Það lag getur verið gróteskt, skrumskælt og hneykslandi en undir niðri klingir sannur tónn – tónn þess sem vill skilja, pæla og jafnvel koma upp með kollgátuna fyrir okkur hin. Textar Ólafs draga mann að, spriklandi og emjandi, í þeim er galdur, svartagallsraus og hendingar sem hitta þráðbeint í hjartastað. Ergó: Ég er búinn að vara þig við.“
    – Arnar Eggert Thoroddsen

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *