Höfundur: Helen Fielding

Bridget er búin að krækja í sjálfan draumaprinsinn, hann Mark Darcy, hún er í krefjandi starfi og íhugar spennandi breytingar á íbúðinni sinni, en erfiðleikarnir lúra handan við hornið. Bridget á sér óvini sem bíða færis og hefur á fátt annað að treysta en misgáfuleg ráð vinkvenna sinna og enn hæpnari visku sjálfshjálparbókanna sem hún spænir í sig. Bækurnar um Bridget Jones eru metsölubækur um allan heim enda er hér um að ræða óvenju fyndnar og trúverðugar lýsingar á stórborgarfólki nútímans.

Gefin út í kilju.