Höfundur: Fielding, Helen

Fáar bækur hafa vakið jafn mikla athygli og kátínu og Dagbók Bridget Jones enda er hér á ferðinni drepfyndin og snjöll lýsing á hugsanagangi og daglegum venjum dagbókarritarans sem ekki eru allar til fyrirmyndar.

Þetta er óvenjulega fyndin, neyðarleg og sannferðug samtímalýsing á konum og körlum, pirrandi vinnu og fáránlegu samfélagi, ómerkilegum fjölmiðlum, óbærilegum foreldrum og erfiðum ástarsamböndum, misgæfulegum vinum og alls konar leiðindapakki – en ekki síst hinni slítandi og taugatrekkjandi leit að draumaprinsinum.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona les. Hljóðbókin er um 7,5 klukkustundir í hlustun.

ATH. Hljóðbækurnar eru aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.