Brosað gegnum tárin

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 230 4.990 kr.
spinner

Brosað gegnum tárin

4.990 kr.

Brosað gegnum tárin
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 230 4.990 kr.
spinner

Um bókina

Brosað gegnum tárin er bók um ástina og hamingjuna og um sorgina og harmleikinn. Ævisaga heitra tilfinninga og dramatískra viðburða. Bók sem enginn leggur frá sér – ósnortinn.

Bryndís var ung að árum þjóðkunn og frá æskuárum hefur hún verið í órofa bandalagi við mesta ástríðupólitíkus landsins. Saman hafa þau unnið stóra sigra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Samt hefur hún sjaldan setið á friðarstóli. Hvað eftir annað var hún hrakin úr starfi út af pólitík. Óvægin fjölmiðlagagnrýni – eða voru það pólitískar ofsóknir? – rötuðu jafnvel inn í réttarsali.

Þegar „hið friðsæla ævikvöld“ nálgaðist, skók fjölþjóðleg forræðisdeila um ömmubarn hennar líf fjölskyldunnar árum saman. Stóra sorgin í lífi hennar var að missa dóttur sína í blóma lífs. Og fjölskylduharmleikur – sárari en orð fá lýst – varpar dimmum skugga á ævikvöldið.

Brosað gegnum tárin heldur áfram þar sem hin vinsæla bók Bryndísar Í sól og skugga (2008) endaði. Hún segir söguna alla, þar sem höfundur horfist í augu jafnt við hamingjuna sem harmleikinn.

Tengdar bækur

3.100 kr.

INNskráning

Nýskráning