Bakvið bæjarhólinn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 106 3.890 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 106 3.890 kr.
spinner

Um bókina

Í þessu kveri eru frumkveðin ljóð, tækifærisvísur og nokkrar ljóðaþýðing- ar. Mörg kvæðanna eru frá löngu liðnum árum. Talsvert rúm skipa kvæði sem kalla mætti kersknisvísur. Sumar þeirra voru fluttar á árshátíðum Stjórnarráðs Íslands á árum áður. Síðustu kvæðin í þeim flokki, aftast í kverinu, er einskonar söngleikur sem ég setti saman og nokkrir sam- starfsmenn mínir í iðnaðarráðuneytinu og á Einkaleyfastofunni (sem nú heitir Hugverkastofan) fluttu með mér á árshátíð Stjórnarráðsins 1991.

Þá eru hér stöku ljóð sem orðið hafa til á ferðalögum með starfsfélögum og ýmsum hópum innan lands og utan.

Það á við um þetta kver eins og kverið Við stundaglasið, sem út kom á árinu 2020, að mörg kvæðanna verða að teljast hraðsoðin. Þetta á ekki síst við um þau kvæði sem hafa orðið til á ferðalögum og sem samin voru fyrir árshátíðir Stjórnarráðsins. Að baki sumra þýddu ljóðanna liggur hins vegar mikil yfirlega.

Í heitinu Bakvið bæjarhólinn búa ýmsar æskuminningar tengdar hólum í túninu á æskuheimili mínu, Hallormsstað. Handan þessara hóla voru svokallaðir „leyningar“, svæði sem ekki sáust frá bænum. Yfir leyn- ingunum hvíldi einhver dulúð sem við krakkarnir settum m.a. í samband við frásagnir af Grýlu sem „reið fyrir ofan garð.“ Það var vissara að vera ekkert að flækjast í grennd við leyningana eftir að dimma tók!

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Bakvið bæjarhólinn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning