Höfundur: Björn Th. Björnsson

Þegar Lúter skorar kaþólska kirkju á hólm hriktir í bjargföstum stoðum hennar. Afleiðinganna gætir um allan hinn kristna heim, einnig í Skálholti í Biskupstungum. Þar á staðnum eru árið 1539 ungir kennimenn að undirbúa siðaskipti með mikilli leynd.

Atburðirnir koma miklu róti á tilfinningar þeirra sem dvelja á biskupssetrinu og loft er lævi blandið. Mikil mannleg örlög munu ráðast og í uppsiglingu er eitthvert sorglegasta ástarævintýri Íslandssögunnar.

Skáldsögur Björns, byggðar á sögulegum efnum, hafa notið mikilla vinsælda, t.d. Falsarinn, Haustskip, Brotasaga og Hlaðhamar, og enn sannar hann styrk sinn á þessu sviði.