Höfundur: Miguel de Cervantes Saavedra

Don Kíkóti er án efa ein skemmtilegasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. Don Kíkóti hefur verið kölluð fyrsta nútímaskáldsagan og hún hefur veitt lesendum og rithöfundum óþrjótandi innblástur á þeim 400 árum sem liðin eru frá því að hún var skrifuð.

Í persónum don Kíkóta og Sansjó Pansa og ævintýrum þeirra kristallast andstæður hugsjóna og veruleika, sannleika og tálsýnar, glópsku og skynsemi, listar og lífs. Sagan er sögð af svo mikilli hugkvæmni og frásagnarlist að undrum sætir.

Hér er að finna þetta mikla verk í heild í einni veglegri kilju.