Þú ert hér://Ég elska máva

Ég elska máva

Höfundur: Þorgrímur Þráinsson

Anton verður furðu lostinn þegar hvít dúfa með bréf bundið um fótinn flýgur inn um gluggann hans – og ansi svekktur þegar hún hverfur út í nóttina aftur. Eftir þetta gerist ýmislegt furðulegt í lífi Antons og Pandóru, bestu vinkonu hans. Getur verið að Hallfreður húsvörður sendi fólki bréf og bækur þótt hann sé dáinn? Er hægt að fara í ferðalag á nóttunni, jafnvel sofandi? Af hverju má ekki mæta með rottu í skólann? Hvernig er hægt að hlusta á rödd hjartans?

Þorgrímur Þráinsson hefur sent frá sér fjölda bóka fyrir börn og unglinga sem allar hafa notið gríðarlegra vinsælda. Hér kynnir hann tvær óvenjulegar persónur til sögunnar í heillandi frásögn sem kallast á við verðlaunasöguna Ertu Guð, afi?

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 185 2015 Verð 4.390 kr.
Rafbók - 2015 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

1 umsögn um Ég elska máva

  1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Ég elska máva er líkt og Ertu guð afi á andlegu nótunum og er hér blandað saman daglegu lífi tveggja barna og djúpri lífsspeki, sem er á köflum afskaplega falleg og full innsæis … Sagan er grípandi og lesandinn fær mikla samúð með Antoni og Pandóru … Lesandinn er vakinn til umhugsunar um það hvað er mikilvægast í lífinu og hvað vinátta, umhyggja og virðing hafi góð áhrif á sálina og er það boðskapur sem er vel þess virði að taka til sín.“
    María Bjarkadóttir / Bokmenntir.is

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund