Þú ert hér://Eldar kvikna: Hungurleikarnir #2

Eldar kvikna: Hungurleikarnir #2

Höfundur: Suzanne Collins

Eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum og skilað bæði sér og Peeta, félaga sínum úr Tólfta umdæmi, heim í heilu lagi ætti Katniss að vera himinlifandi. Hún flytur inn í Sigurþorp, þarf aldrei framar að óttast hungur og getur aftur farið á veiðar með æskuvininum Gale.

En ekkert er eins og það á að vera: Gale er gerbreyttur, Peeta snýr við henni baki og vaxandi ólga í Panem veldur áhyggjum. Í sigurvegaraferðinni verða Katniss og Peeta að kæfa allar uppreisnartilraunir í fæðingu – hvort sem þau kæra sig um það eða ekki – annars er miklu meira í húfi en nýfengið ríkidæmi og þægindi.

Eldar kvikna er önnur bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana sem farið hefur sigurför um heiminn. Hér kemur hún lesendum á óvart hvað eftir annað svo engin leið er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestri loknum.

Guðni Kolbeinsson þýddi.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 395 2012 Verð 1.550 kr.
Kilja 395 2012 Verð 2.375 kr.
Hljóðbók Mp3 2012 Verð 890 kr.
Rafbók - 2012 Verð 490 kr.

5 umsagnir um Eldar kvikna: Hungurleikarnir #2

 1. Elín Edda Pálsdóttir

  Bók ársins 2009
  Publishers Weekly

 2. Elín Edda Pálsdóttir

  „Síðasta setningin í Eldar kvikna skilur lesandann eftir gapandi – og óþreyjufullan eftir þriðja hluta sögunnar.“
  The Plain Dealer

 3. Elín Edda Pálsdóttir

  „Alveg jafnspennandi og Hungurleikarnir en jafnvel enn meira grípandi.“
  Stephenie Meyer, höfundur Ljósaskipta

 4. Elín Edda Pálsdóttir

  „Eldar kvikna gefur fyrstu bókinni ekkert eftir, er óvænt, spennandi og bráðskemmtileg.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

 5. Elín Edda Pálsdóttir


  „Collins er snjall og hugkvæmur höfundur … Þetta er dúndur stöff … Kjósi forráðamenn að halda bókum að ungum lesendum er tækifærið núna.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund