Höfundur: Jón Óttar Ragnarsson

Fimmtánda fjölskyldan er spennandi lykilskáldsaga þar sem skyggnst er inn í ýmsa leynda afkima íslensks þjóðfélags. Sagan hefst á gamlárskvöld og henni lýkur á nýársdag fimmtán árum síðar, en á þeim tíma hafa miklir og válegir atburðir gerst og hatrömm barátta verið háð. Þótt Íslands sé miðdepill atburðanna berst leikurinn víða. Aðalpersóna sögunnar er Kristín, sterk og tilfinningaheit kona sem neitar í lengstu lög að viðurkenna sviksemi og spillingu ættarsamfélagsins en verður að lokum að horfast í augu við sannleikann og sýna styrk sinn og ást.