Undanfarin ár hefur gæðastjórnun fest sig æ meira í sessi. Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki innleiða stjórnkerfi samkvæmt ISO-stöðlum og þörfin fyrir fólk með faglega þekkingu á gæðastjórnun eykst stöðugt. Þessari bók er ætlað að varpa ljósi á gæðastjórnun sem fræðigrein og hagnýta aðferðafræði og stuðla að því að hún nýtist í samfélaginu.

Dr. Helgi Þór Ingason hefur unnið um árabil við gæðastjórnun, sem fyrirlesari og fræðimaður og einnig sem ráðgjafi við innleiðingu gæðakerfa í fyrirtækjum. Hann er dósent við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM). Áherslusvið hans eru verkefnastjórnun og gæðastjórnun. Helgi Þór hefur starfað sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafi hjá Nordica ráðgjöf ehf.